Nú fyrir skemmstu leit fyrsta Jagd Terrier got á Íslandi dagsins ljós. Þessir fallegu veiðihundar er bæði fjölhæfir og skemmtilegir. Henta vel fyrir fólk sem stundar veiðar. Fæddir 24.jan 2020 - 2 tíkur og 2 rakkar.Æðislegir hundar, frábærir í veiði. Báðir foreldrar eru notaðir í veiði.Voru ræktaðir sem veiðihundar og er ríkt veiðieðli í þeim. Eru einnig geðgóðir og góðir fjölskylduhundar, en vegna mikils veiðieðlis er ekki mælt með minni dýrum á heimili. Hægt er að hafa samband við Magna í síma 895-6294 eða Petrínu í síma 694-2123 fyrir nánari upplýsinga. Væntanlegir kaupendur eru hvattir til að kynna sér tegundina vel, bæði kosti og galla.
Jagd Terrier er fjölhæfur veiðihundur sem rekur ættir sínar til Þýskalands. Á þýsku þá þýðir jagdterrier einfaldlega veiði terrier. Sökum stærðar þá er þessi hundur einstaklega vel búinn til að veiða bráð sem felur sig neðanjarðar og undir jarðveg. Feldurinn er þéttur með snögg eða grófari hár, oftast nær í svörtum og brúnum lit. Getur þó verið með dökk brúnan eða grá-svartan lit.
Uppruni Jagd Terrier á rætur sínar að rekja til tíma eftir fyrri heimstyrjöldina. Fámennur
hópur veiðimanna tvístraðist frá fjölmennum Fox Terrier klúbbi með það markmið að þróa hund sem væri eingöngu ræktaður fyrir veiðihæfni sína og hæfileika á því sviði. Eftir margra ára kross ræktun, á Old English Wirehaird Terrier og Welsh Terrier, þá tókst þeim að fá það útlitið sem þeir sóttust eftir ásamt fjölhæfum og hæfileikaríkum veiði hundi sem auðvelt væri að þjálfa fyrir veiðar. Árið 1926 var svo þýski veiði terrier klúbburinn stofnaður, þar sem vandleg ræktun á Jagd Terrier hundunum er höfð í hávegum.
.