Almennt séð er talið að hundar hafi gáfur á við ungabarn. Þó það sé rétt að mörgu leiti þá eru hundar gáfaðri á einn hátt en ekki alveg jafn á annan.
“Ungabörn koma í heiminn með getu til að læra tal sem hundar geta ekki lært, sem dæmi”
Segir dr. Gregory Berns.
“Þó hundar skilji ýmislegt þá notast þeir við annað mekanó en við mannfólkið til að geta það”
Síðastliðin átta ár hefur Berns verið að rannsaka og reyna að skilja betur hvernig heilinn á hundum virkar. Gaf hann út bók árið 2017 um þessar rannsóknir sem heitir Whats it like to be a dog.
“ eitt af því sem við höfum komist að með hvernig heilar á hundum virka er að hver og einn hundur er frábrugðin öðrum, alveg eins og með okkur mannfólkið. Heilar hunda hafa ekki samkonar magn af taugafrumum og við mannfólkið sem gerir það að verkum að þegar hundur heyrir tal þá er það mun einfaldari útgáfa sem þeir heyra heldur en hvað við látum frá okkur”
Hundar geta greint orð, bæði orð sem þeir hafa heyrt áður og ný. Berns segir að hann hafi ekki fundið sannanir fyrir því að hundar geti heyrt orð eins og “bein”, en þeir geta hins vegar ímyndað sér beinið á sama hátt og mannfólk gerir með því að nota sjónbarkann.
Annar munur sem Berns komst að var hvernig hundar og mannfólk leggja misjafna áherslu á tal. Við mannfólkið leggjum mikla áherslu á að skilja orðin sem sögð eru eins og mamma og pabbi, sérhljóða og samhljóða o.s.fr.
Hundar á annað borð eru alveg á hinum endanum. Þeir leggja litla áherslu á að skilja nafnorð og nöfn. Þeir eru mun virkari í að læra á það hvað við gerum og sagnir, sem að öllum líkindum er mun mikilvægara fyrir þá í þeirra daglega lífi.