top of page

Hundar eru klárari en við höldum


Hver kannast ekki við það að þegar við tölum við hundinn okkar þá finnst okkur eins og hann skilji hvað við erum að segja og að hluta til, þá er það rétt.

Ný rannsókn gefur til kynna að hundar eru líklega klárari en við höldum og ekki bara það heldur hafa þeir jákvæð áhrif á heilsu manna.

Rannsakendur hjá háskólanum í Sussex í Brighton, Bretlandi, greindu 42 mismunandi tegundir af hundum og hvernig þeir bregðast við orðum sem þeir eru ekki vanir að heyra.

Rannsókning, sem gefin var út hjá Biology Letters, komst að þeirri niðurstöðu að hundar geta greint smávægilegar breytingar í orðum sem mannfólkið lætur frá sér og einnig hver er að tala.

Eftir því sem hundarnir urðu vanari tungumálinu og orðunum sem voru notuð þá sýndu þeir Aðeins nýjum orðum athyggli, þá sperrtu þeir eyrun og sýnu því orði sem sagt var athyggli.

“Þeir þektu orðin sama hver sagði þau” er haft eftir höfundi hegðun dýra og rannsakenda Holly Root-Gutteridge.

“Og þeir gátu einnig greint hver var að gefa skipunina og tóku eftir því þegar því var breytt “

Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að þó hundarnir skilji ekki hvað orðin þýða þá geta þeir greint á milli þeirra, eitthvað sem hingað til hefur verið talið að mannfólkið geti eingöngu gert.

“ þetta breytir sklningi okkar á þvi hvernig tungumál þróaðist “ sagði Root-Gutteridge

“ því er haldið fram að tal sé sértaklega bundið við mannfólk, að mannfólk sé eina dýrið sem geti framkallað og móttekið tal, það er það sem upphefur okkur mannfólkið á ákveðin stall sem engin geti snert við - Þessi rannsókn kropar af þeirri hugmynd”

Þó hundar geti ekki framkalla hljóð til að mynda orð þá geta þeir skilið á milli þeirra. Þannig að næst þegar þú ert á spjalli við hundinn þinn þá mátti vita að hann er að hlusta, þó hann skilji kannski ekki hvað þú ert að segja.


bottom of page