Í Bandaríkjunum eru um 3,3 milljónir hunda í hundaskýlum. Mörgum þykir þetta sorglegt og vilja gera það sem í þeirra valdi stendur til að gera vistina hjá hundunum betri. Vistin er oft á tíðum erfið og ekki er alls öruggt að það finnist heimili fyrir alla þá hunda sem eru hýstir í skýlunum.
En nýlega þá tók einn einstaklingur upp á því að spila fá fiðlur fyrir hundana í skýlunum. Eftir að hafa misst sinn besta vin þá ákvað Martin Agee að meðhöndla sorgina með því að koma að gagni fyrir heimilislausa hunda. Þessi New York búi vissi af nokkrum samtökum sem sérhæfa sig í að bjarga og finna heimili fyrir hunda. En ein samtök heilluðu hann meira en önnur, ASPCA samtökin.
Martin ákvað að senda inn umsókn og vonaði að hann yrði samþykktur inn í samtökin. Það er enginn skortur á sjálfboðaliðum í stórborgum sem vilja vera hluti af samtökum sem þessum og því ekki sjálfgefið að hann fengi umsókn sína samþykkta. En það varð úr að Martin var valinn úr hópi umsækjenda og gekk í samtökin.
ASPCA samtökin leggja mikla áherslu á lestrartíma fyrir hundana. Bæði meðlimir og gestir fá að lesa fyrir hundana sem róar þá og æfir þá í félagsfærni með mannfólki. Þessi leið hefur gefist mjög vel. Þegar hundarnir hlusta á róandi rödd lesa fyrir þá sögu eða annað þá hefur það róandi áhrif á hundana og minnkar kvíða. Þessi aðferð er hluti af því að endurhæfa hunda áður en þeir fá að fara á nýtt heimili.
Þegar Martin sagði frá því að hann væri fiðluleikari var samstarfsfólk hans strax forvitið um hvernig áhrif fiðluspil hefði á hundana. Þannig að það var ákveðið að í næsta lestrartíma myndi Martin koma með fiðluna sína og spila fyrir hundana.
Áhrifin létu ekki á sér standa og um leið og Martin byrjaði að spila, allt frá Bach til Mozart, tóku hundarnir við sér. Meira að segja þeir allra virkustu af hundunum þar stoppuðu til að leggja við hlustir. Margir hundar færðu sig nær Martin og lágu við glerið í stíunum og fylgdust með þessu manni spila undurfagra tóna.
Eftir að það var ljóst hversu jákvæð áhrif fiðluleikur Martins hefur á hundana þá var ákveðið að halda tónleika reglulega fyrir íbúa skýlisins og njóta þeir fiðluleiksins enn þann dag í dag.