top of page

Hundur á spjalli


Allir hundaeigendur vita það nú þegar að hundurinn þeirra er að eiga samskipti við þá, en hvað eru þeir að reyna að segja?

Einn talmeinafræðingur með 18 mánaða gamlan hund hefur sett sér það markmið að komast að því. Hún hefur nú þegar uppgvötvað að hundurinn hennar Stella getur tjáð sig við hana á skiljanlegan hátt. Stella hefur nú þegar getað tjáð sig við hana um það þegar hún er þreytt og vill hvíld, eða hana langar ekki að leika núna en langar að fá að borða. Stella hefur meira að segja beðið um að fá að fara út í göngutúr og þá sérstaklega út í garð.

Þetta er mögulegt með aðstoð spjallborðs tækni sem Christina Hunger, 26 ára, hefur þróað til að eiga samskipti við hundinn sinn. Þegar Stella vill tjá sig við Christinu þá fer hún á spjallborðið og ýtir á viðeigandi takka sem lætur Christinu vita hvað Stella vill. Takkar á spjallborðinu hafa verið forritaðir með orðum sem spilast þegar ýtt er á þá.

Það má með sanni segja að Stella er nú þegar farin að nota spallborðið sér til gagns. Dag einn þegar Stella var að væla við útidyrahurðina þá áætlaði Christina að hún þyfti að fara út. En það var nú ekki svo. Stella rölti að spjallborðinu og ýtti á “langar” “Jake” “koma” og fór svo að dyrunum og beið. Stuttu seinna kom Jake, sem er kærasti Christinu, heim og um leið fór Stella að spjallborðinu, ýtti á “glöð” takkann.

“Ég trúi þessu varla og er í hálfgerðu sjokki, á hverjum degi segir Stella eitthvað meira heldur en daginn áður” segir Christina.

Christina vinnur í San Diego með 1-2 ára börnum, mörg af þeim nota spjallborð til að aðstoða þau við tal. Þegar Stella var 8 vikna gömul þá byrjaði hún að fá kennslu á spjallborðið. Í dag kann Stella 29 orð og getur sett saman allt að 5 orða setningar.

“Hvernig hún notar orðin og setur þau saman er mjög svipað og 2 ára barn gerir” segir Christina.

Christina finnst æðislegt að vita hvað Stella er að hugsa og það virðist sem Stella sé ánægð með það líka. Christina stefnir á að kenna Stellu ný orð og langar til að kenna öðrum hundum að “tala” líka.


bottom of page