Flest okkar þekkja það þegar hundar okkar horfa á okkur með sætum hvolpa augum, sem bræða hjörtu manna. Það sem er kannski minna vitað er að hundarnir nota ekki þetta svipbrigði nema í návist við fólk og virðist vera í þeim tilgangi að eiga samskipti.
Það hefur lengi verið ályktað að svipbrigði dýra eru ósjálfráð og háð því hvernig dýrinu líður hverju sinni.
En nú hafa vísindamenn hjá University Dog Cognition Center komist að þeirri niðurstöðu að hundar nota svipbrigði mest megnis þegar mannfólk er viðstatt og þá í svörun við athygli.
Hvolpa augu eða “puppy dog eyes”, svipbrigði þar sem augabrún er lyft til að gera augun sýnilegri og sorgmæddari, var algengasta svipbrigði sem hundarnir notuðu í rannsókninni. Það er ekki vitað hvort hundarnir viti af því að þeir líta sorgmæddir út eða hvort þeir hafi lært það að þessi svipur vekur upp samkennd og alúð hjá mannfólki.
Dr Julane Kaminski sérfræðingur í hundafræðum sagði “ Við erum nokkuð örugg um að svipbrigði hunda er háð þeirri athygli sem þeir fá frá umhverfi sínu en ekki spennustigi hundsins sjálfs”
“ Rannsóknin sýndi fram á að hundar sýna mun meira af svipbrigðum þegar manneskja er að horfa á þá heldur en þegar þeim er freistað með mat”
“ Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að hundar eru mun næmari á athyggli mannfólks og að svipbrigðin þeirra eru leið til að eiga samskipti við fólkið “
Í rannsókninni voru 24 hundar af ýmsum tegundum, frá 1-12 ára aldri. Allir hundarnir voru fjölskyldu hundar. Hver og einn hundur var bundin í taum sirka meter frá manneskju. Andlit hundana var myndað við margskonar samskipti við einstakling sem var með hundinn hverju sinni. Fylgst var með því hvernig hundarnir hegðuðu sér þegar einstaklingurinn snéru að þeim og svo líka þegar þeir snéru sér frá þeim.
Í ljós kom að þegar mannfólkið horfir ekki á hundinn þá hættir hundurinn að gefa frá sér svipbrigði.
Dr Kaminski telur að það sé mögulegt að tjáning hunda hafi þróast frá því að þeir fóru að búa með mannfólki. Nánar um þessa grein má lesa hér.