Hundar erum með langt um betra þefskyn en mannfólk. Samkvæmt ACES hefur hundur um eitt þúsund sinnum betra þefskyn en tvífættu vinir þeirra. Sumir sérfræðingar vilja meina að það sé mun meira en það. Það er því að þakka hvernig nefið á þeim er uppbyggt.
Hundur finnur lykt með nefinu og með munninum, sem getur komið mörgum á óvart. Nasir hundsins geta hreyfst sitt í hvoru lagi sem hjálpar hundi að finna nákvæmlega út hvar tiltekin lykt er staðsett. Þegar hundur þefar sest lyktinn í nasaholum hundsins sem er skipt í tvö hólf og ,eins og ACES greinir frá, hefur um 220 milljón lyktarviðtaka ( mannfólk hefur um 5 milljón ). Slímið veiðir liktaragnirnar inn í nasaholurnar og lyktarviðtakarnir vinna úr þeim.
Það getur tekið hund nokkur þef til að safna næganlega mikið af lyktareindum til að geta greint hvað lyktin er. Þegar hundur þarf að anda frá sér með nefinu þá fer loftið út um hliðar á nösum hundsins. Þannig getur hann haldið áfram að einbeita sér að þeirri lykt sem hann er að vinna úr.
Hundar hafa annan lyktarkirtil sem kallast “Jacobson’s organ”, eða vomeronasal líffæri. Staðsettur neðst í nasarholunum, hann hefur tvo efnasekki sem gerir hundum kleift að lykta og bragða á sama tíma. Hvolpar nota þetta til að finna móðurmjólkina og þeirra uppáhalds nammi. Fullorðnir hundar nota þennan eiginleika aðalega þegar þeir eru að þefa af fermónum úr öðrum dýrum, eins og í hlandi og eða þegar tík er á lóðarí.
Það er hægt að fullyrða það að hundar hafa langt um betra þefskyn heldur en við mannfólkið.
Heimild: Animal planet