Tollgæslan í Reykjavík mun fá til afnota hund sem Steinar Gunnarsson, lögrelgufulltrúi á Sauðárkróki, hefur þjálfað í að finna peninga. Áður hafði sami hundur fengið þjálfun í að finna fíkniefni og staðið sig vel í því.
Þessari aðferð hefur ekki verið notuð hér á landi áður í baráttunni gegn peningaþvætti. Aðferðin er þó ekki ný á nálinni og hefur gefið góða raun erlendis.
Bretland er eitt þeirra landa sem hóf að notast við hunda í baráttunni gegn peningaþvætti eftir að hafa innleitt “proceeds of crime” regluglerð hjá sér. Árangurinn létt ekki á sér standa og sagði John Healey „ Tollgæslan og lögreglan eru nú að handsama um eina milljón punda á viku í Bretlandi, tveir þriðju að þeirri upphæð hefði ekki verið hægt að finna nema með hjálp hundana”
Nú kunna margir að velta því fyrir sér, hvernig kennir maður hundi að finna pening?