Oft er það þannig að hundar búa með einstaklingi sem er ekki yfirvegaður almennt. Einstaklingur er kvíðinn, stressaður eða á einhvern hátt andlega óstöðugur. Þar sem hundar eru mjög næmir á líðan má segja að það sé ansi hætt við því að þeir spegli eiganda sinn hvað þetta varðar. Hundur, sem býr hjá stressuðum einstaklingi, verður sjálfur stress aður, hundur sem býr hjá einstaklingi í jafnvægi finnur þetta jafnvægi hjá sér. Þetta er alveg eins og við þyrftum að deila herbergi með neikvæðri manneskju eða stressaðri. Á endanum næri hún til okkar og við smitumst af stressinu og neikvæðninni að einhverju leyti. Hundur, sem kemur inn í líf okkar, umgengst okkur daglega, og það er mikilvægt að vera góðar fyrirmyndir varðandi andlega líðan. Við erum auðvitað ekki fullkomin, en getum á þennan hátt látið hundinn kenna okkur mikilvægi jafnvægis og yfirvegunar og reynt okkar besta. Fyrir suma er það auðvelt, á meðan aðrir þurfa að hafa mikið fyrir því að temja sér þessa hugsun.
En það er ekki alltaf auðvelt að sýna yfirvegun þegar krefjandi aðstæður eru annars vegar. Til dæmis þegar hundur byrjar að gelta eins og óður þegar bankað er á dyr; það getur trufl að allt jafnvægi eigandans og hann verð ur stressaður eða pirraður. Einnig þegar hundur verður æstur af einhverjum sökum, þá á eigandinn það til að breyta skapi sínu, oftast á neikvæðan hátt.
Hvað er gott við það að temja sér yfir vegun? Yfirvegun gerir allar krefjandi aðstæður auðveldari og kennir hundinum að róa sig niður mun fjótar en áður. Eins og áður sagði smitast hundar oft af þeim sem eru nærri honum og ef við sýnum æsing, pirring og reiði er erfiðara að koma hundi í yfirvegað hugarástand.
Heimild: Leyndarmál hundaþjálfunar eftir Heiðrúnu Villu