Sem hundaeigandi gerir þú þér grein fyrir að hundurinn hefur ákveðnar grunnþarfir. Hundurinn þarf mat, vatn, skjól og læknisþjónustu en einnig þjálfun. Nú á dögum er þjálfun almennt viðurkennd sem mikilvæg þörf fyrir hunda.
Ávinningur af þjálfun hunds er gleði og hamingja. Fyrir hvern? Fyrir bæði eiganda og hund. Eigendur fá góðan og hlýðin hund sem svarar skipunum og hægt er að taka með næstum hvert sem er án þess að hafa áhyggjur. Á móti fær hundurinn að vera með í flestu því sem eigandinn tekur sér fyrir hendi, hitta aðra hunda, annað fólk, sjá nýja staði og fær hellings af jákvæðri athygli frá eigandanum.
Höfuðborgarsvæðið
Hundaskólinn
Hafnarfjörður
Valgerður Júlíusdóttir (Vala) er eigandi og kennari við Hundaskólann einnig hefur hún kennt á námskeiðum fyrir Hundaskóla Hundaræktarfélags Íslands síðastliðin ár. Valgerður byrjaði í hundunum árið 1995 þegar hún fór með sinn fyrsta hund á hundanámskeið hjá Hundaskóla Hundaræktarfélags Íslands, fljótlega eftir það varð hún nemi hjá Hundaskóla HRFÍ og Hundaskólanum á Bala í Garðabæ.
Norðurland
Hvati hundaþjálfun
Akureyri
Ég Heiti Helena María Hammer og er að klára að læra hundaatferlisfræði hjá Heiðrúnu Villu í sumar.Markmiðið mitt er að hjálpa eigendum að þjálfa hundana sína, og núna fókusera ég aðalega á heimilishundinn.Núna langar mig að byrja á að bjóða upp á ráðgjöf í gegnum e-mail, heimavitjanir, og pössun.
Hundaþjálfun.is
Akureyri
Langar þig að ná góðu sambandi við hundinn þinn, fá hann til að hlusta betur, læra skemmtilegar og nytsamlegar skipanir bæði innan og utandyra? Langar þig kannski að fyrirbyggja eða vinna í hegðunarvanda eins og miklu gelti,
tos í tauminn, aðskilnaðarkvíða, erfiða og jafnvel skaðlega hegðun við ókunnuga, börn og aðra hunda eða dýr?
Hundaþjálfun Sjafnar Finns
Hofsós
Sjöfn Finnsdóttir heiti ég og er fædd og uppalin í Skagafirði. Ég stunda nám í hundaþjálfun og Atferlisfræði undir leiðsögn Heiðrúnar Villu í gegnum IACP (International Association of canine professional).
Ég mun ljúka námi þann fyrsta september næstkomandi og er þegar farin að taka að mér ýmis verkefni við almenna þjálfun, hlýðniþjálfun, taumgöngu og fleira.
Suðurland
Allirhundar.is
Hella
Hér færðu allar upplýsingar um fyrirtækið okkar allirhundar. Að þessu fyrirtæki standa við hjónin Jóhanna Þorbjörg og Ingvar Guðmundsson. Jóhanna sér um allt hundatengt hjá fyrirtækinu en Ingvar er húsasmíðameistari og vinnur við smíðar þegar hann er ekki að smíða heima hjá okkur.
Hundaþjálfun Díönu
Vestmannaeyjar
Tek að mér einkatíma sem getur ýmist falist í almennri þjálfun, hlýðni þjálfun, hvolpa þjálfun, taumgöngu og fleira. Díana Ólafsdóttir heiti ég og er uppalin Vestmannaeyjingur. Eins og er starfa ég þar. Ég mun ljúka námi í hundaþjálfun og atferlisfræði í September 2019.
Austurland
Hundastefnan
Djúpivogur
Hjá hundastefnunni starfa 14 færir hundaþjálfarar sem hafa víðtæka reynslu úr hundaheiminum. Hundaþjálfararnir hafa svipaðann menntabakgrunn og starfa því saman undir formerkjum Hundastefnunnar. Hundaþjálfarar Hundastefnunar starfa eftir einkunnarorðunum Virðing – Lífsleikni – Ábyrgð
Þú lærir
Þótt hundarnir læri mikið í hundaþjálfun, þá eru hunda eigendurnir þjálfaðir alveg jafn mikið og hundarnir þeirra.
Sem eigandi hunds lærir þú hvernig á að eiga samskipti við hundinn þinn og aðra, hvernig á að lesa tjáningu hans og hegðunarmynstur, hvernig á að senda skilaboð til hundsins og fá hann til að bregðast við.
Þú lærir öll helstu grunn hugtökin um hundaþjálfun.
Félagsfærni
Félagsleg hæfni hundsins er mikilvæg uppá svo margt sem við tökum okkur fyrir í lífinu
Hundurinn þinn venst við að hitta annað fólk og aðra hunda, sem skiptir miklu máli fyrir félagsfærni hundsins.
Vel þjálfaðir hundar geta verið verið nánast hvar sem er, svo sem í fjölskylduferðum, í samkomum, í skokk hópum eða jafnvel í óperuhúsi (já eða svona næstum).
Stjórn og öryggi
Að þjálfa hundinn þinn til að sitja eða koma þegar hann er kallaður er ekki bara trik til skemmtunar.
Það veitir þér tól til að stjórna aðgerðum hundsins þíns. Að geta kallað á hundinn þinn til baka þegar hann sér eitthvað spennandi og hleypur frá, kemur í veg fyrir að hann komi sér í vandræði eða óhapp.
Það getur verið ómetanlegt að vera með gott innkall.
Hlýðnari hundur
Það koma upp færri vandamál hjá þjálfuðum hundum en óþjálfuðum.
Þjálfaðir hundar eru í betri samskiptum við eigendur sína, sem gerir það að verkum að auðveldara er að setja reglur og takmarkanir fyrir því sem er og er ekki leyfilegt.
Göngutúrinn
Þegar þú hefur þjálfað hundinn þinn í að ganga fallega hjá þér þá verður göngutúrinn svo miklu skemmtilegri.
Þegar hundurinn gengur fallega með þér þá mun þig langa miklu frekar að fara með hann út.
Hundurinn græðir mest af því að kunna að ganga fallega við hæl.
Gestur í heimsókn
Að fá gesti getur verið "verkefni" fyrir suma. Sérstaklega ef hundurinn hoppar stanslaust á þá sem koma í heimsókn og lætur ílla að stjórn.
Þegar þú hefur kennt hundinum þinum hvernig þú vilt að hann hagar sér þá verða gestirnir, þú og hundurinn svo miklu ánægðari.