top of page
  • Af hverju sleikir hundurinn mig?
    Það geta verið þó nokkrar ástæður fyrir því að hundur sleikir eigandann sinn og fjölskyldu. Sem dæmi þá getur hundurinn verið að sýna þér væntumþykju, hann getur verið að fá umbun fyrir, það getur verið að það sé gott bragt sem heillar hann (sviti), o.sfr. Ef þér finnst hundurinn vera sleikja þig of mikið og óhóflega þá er um að gera að hafa samband við fagaðila og fá álit og ráðleggingar.
  • Hvernig fæ ég hundinn minn til að hætta að gelta?
    Að gelta er eðlilegt fyrir hunda. Hundar nota gelt til að hafa samskipti. En stundum getur geltið farið að trufla og valdið ónæði. Til að koma í veg fyrir að hundur geltir óhóflega mikið þá þarf að byrja á því að komast að því af hverju hann er að gelta. Það geta margar ástæður verið fyrir því og þegar þú hefur fundið út hver ástæðan er þá er hægt að vinna í að beina þeirri hegðun í eitthvað annað.
  • Af hverju dregur hundurinn minn rassinn á eftir sér á gólfinu?
    Þegar hundur dregur afturendan á jörðinni eða inni á gólfi er líklegt að það stafi af fullum eða sködduðum endaþarmssekkjum. Hundar eru með tvo lyktarkirtlar undir skottinu sínu og þegar þeir yfirfyllast þá veldur það þrýsting á endaþarm hundsins. Þetta veldur hundinum óþægindum sem gerir það að verkum að hundurinn reynir að losa um þrýstinginn með því að draga afturendann eftir gólfinu. Ef hundur sýnir þessa hegðun er ráðlagt að hafa samband við dýralækni.
  • Hversu lengi eru tíkur hvolpafullar?
    Algengur meðgöngutími er í kringum 63 dagar frá því að getnaður hefur átt sér stað. Sem er töluvert stuttur tími ef miðað er við 9 mánaða meðgöngutíma mannfólks.
  • Hvernig sér maður hvað hundur er gamall?
    Það getur verið nokkuð snúið að sjá á hundum hversu gamlir þeir eru, en ef hundur er með grá hár í kringum skolt og á loppum getur það bent til þess að um eldri hund sé að ræða. Einnig “hægist” oft á hundum þegar þeir eldast. Það er þó ekki hægt að fara nákvæmlega eftir þessum merkjum þar sem hundar eru jafn misjafnir og þeir eru margir.
  • Hvað gerist ef hundurinn minn borðar súkkulaði?
    Súkkulaði inniheldur örvandi efni sem kallast methylxanthines, sem saman stendur af theobomine og koffeini.Þessi efni fara ílla í meltingarveg hunda og geta valdið “súkkulaði eitrun”. Hundar geta fengið slæman niðurgang, æla mikið, fá óreglulega hjartslætti o.flr. Aldrei skal nota súkkulaði sem verðlaun fyrir hunda, það getur haft óafturkræfar afleiðingar. Ef hundurinn þinn kemst í súkkulaði þá er mælt með að hafa samband við dýralækni.
  • Hver "tekur upp" eftir blindrahund?"
    Blindrahundar eru einstaklega vel þjálfaðir hundar og sinna sínum þörfum eftir skipun. Eigandinn er þá oft með ákveðin stað þar sem hundurinn má létta á sér og þar með veit eigandinn hvar og hvenær hann þarf að taka upp eftir hundinn.
  • Geta hundar verið örvfættir?
    Hundar hafa loppu sem þeir vilja frekar nota heldur en ekki, það eru helmings líkur á því að hvolpur sé örvfættur. Besta leiðin til að finna út hvort hundurinn þinn sé örvfættur er með nokkrum einföldum prófum. Sem dæmi, hvaða loppu notar hann til að klóra, til að heilsa eða til að ná í dót undir sófa?. Venjulega þá notar hundurinn þá loppu sem honum finnst þægilegra að nota.
  • Af hverju ganga hundar í hringi rétt áður en þeir leggjast niður eða fara að sofa?
    Hundar hafa þetta frá forfeðrum sínum, sem höfðu ekki aðgang að beddum og svona kósí aðstöðu sem hundar hafa í dag. Að labba í hringi er gert til að traðka niður hátt gras og móta það í “rúm”. Þessi hreyfing hefur líka þau áhrif að fæla burt skordýr og snáka sem kunnu að leynast í gróðrinum.
bottom of page