top of page

Jæja þá förum við í ferðalag...

Það kemur sá tími í lífi flestra gæludýraeiganda, að þú ferð út úr bænum í vinnuferðir eða fjölskylduferðir. Að taka hundinn með er ekki valkostur.

 

Hvað er þá til ráða? Það eru nokkrir kostir í boði, svo sem að finna vin eða fjölskyldumeðlim sem getur tekið við hundinum og verið með hann á meðan ferðinni stendur. Svo er hægt að finna aðila sem passar hunda eða panta tíma á hundahóteli.

 

Og þá getur verið gott að hafa góðan fyrirvara á.

Hundahótel Norðurlands Jórunnarstöðum

Akureyri

Innifalið í gistingunni hjá okkur
Allt fæði, hreyfing, leikur og almenn umhirða.
Við erum með úrvals þurrfóður fyrir hundinn þinn.

Hundalífstíll

Garðabær

Sissa hundaatferlisfræðingur er eigandi Hundalífstíls. Hundalífstíll býður upp á Göngur, pössun, þjálfun, atferlisþjálfun, nosework ofl. Heldur námskeið þegar færi gefst :)

Hundapössun

Hafnarfjörður

Ég annast hundinn/hundana þína á meðan þú ferð í frí. Ég er hundaþjálfari og hundaeigandi til margra ára. Allir hundar eru velkomnir hjá mér.

Hundhótelið Leirum

Reykjavík

Á Leirum Kjalarnesi er rekið hundahótel og ræktaður Eðal- írskur setter. Hótelið er opið 365 daga ársins og er móttakan opin kl. 09:00 - 18:00. Fullkomin bruna- og þjófavörn er í húsinu og dýrin því í öruggri gæslu allan sólarhringinn. Aðstaða er til fyrirmyndar og hafa hundarnir afgirta útiaðstöðu ásamt stóru sameiginlegu útisvæði.

Hundapössun

Reykjavík

Heimapössun fyrir hundinn þinn þegar það er ekki í boði að taka hann með. Hundurinn ykkar verður einn af fjölskyldunni okkar á meðan pössun stendur og er séð til þess að hann fái næga athygli og hreyfingu.

Dofragisting

Reykjavík

Ég heiti Guðlaugur Gauti Jónsson er arkitekt að mennt og nýlega kominn á eftirlaun. Ég hef átt hunda í meira en 20 ár og farið á mörg námsskeið. Þar má t.d. telja hvolpanámsskeið, hlýðninámsskeið, framhalds-hlýðninámsskeið, sporanámsskeið, hundfiminámmskeið o. fl.

Tryggur hundaskóli

Reykjavík

Tryggur bíður uppá dagpössun fyrir hundinn þinn.​ Dagpössunin er fyrir hunda á öllum aldri af öllum stærðum og gerðum. Hundurinn fær athygli allan daginn, hreyfingu við hæfi og félagslega þjálfun.

Hundapössun Lindu

Þorlákshöfn

Ást, athygli og hreyfing er nr.1,2 og 3 hjá okkur. Erum með stóran afgirtan garð og erum dugleg í lausagöngum eða á hundasvæðinu. Erum staðsett í Þorlákshöfn og við eigum tvo hunda sjálf sem eru öllu vanir.

Engar áhyggjur

Hundar hafa ekki sama tímaskyn og við mannfólkið. Hundurinn mun verða glaður að sjá þig hvort sem þú ferð burt í einn klukkutíma eða einhverjar vikur.

Fyrir hann er það ekki tíminn sem þú ert frá honum heldur meira gleðin að þú komir aftur.

Örugg kveðja

Byrjaðu ferðalagið á því að gera það jákvætt fyrir hundinn þinn. Klappaðu hundinum, klóraðu honum á bak við eyrað sem dæmi, áður en þú ferð svo burt í ferðalagið.

 

Ef þú ferð af stað með fullt sjálfstraust og öryggi mun þessi tími verða ánægjulegri fyrir þig og hundinn þinn.

Grunn300x250.jpg

Ha! ertu ekki á skrá?

bottom of page