Dýraspítalar og dýralæknar veita gæludýraeigendum dýrmæta þjónustu. Öll þurfum við að leita til dýralækna á einhverjum tímapunkti. Hvort sem það er fyrir reglubundna skoðun, lyfjagjöf, ormahreinsun eða annað. Dýralæknar veita viðskiptavinum sínum upplýsingar um hvernig best sé að meðhöndla þau mál sem kunna að koma upp. Ef þú ert í vafa um heilsufar gæludýrsins þíns hafðu þá samband við dýralækni.
Hér á síðunni er listi yfir dýralækna ásamt nytsamlegum upplýsingum.
Höfuðborgarsvæðið
Dýraspítalinn Kirkjulundi Garðabær
Garðabær
Fyrir um 25 árum síðan var Dýralæknastofan í Garðabæ stofnuð í rúmlega 50 fm. húsnæði við Lyngás 13 í Garðabæ. Stofnandi hennar var Bernharð Laxdal. Fimm árum síðar eða fyrir 20 árum tóku núverandi eigendur Hanna María Arnórsdóttir og Jakobína Björk Sigvaldadóttir dýralæknar, við rekstri stofunnar og var hún stækkuð upp í 220 fm. og varð þá einn stærsti smádýraspítali á landinu
Dýralæknastofa Reykajvíkur
Reykjavík
Dýralæknastofa Reykjavíkur er ný stofa miðsvæðis í Reykjavík. Við bjóðum við upp á alla almenna þjónustu fyrir smádýr og leggjum við okkur fram um persónulega þjónustu þar sem við gefum okkur nægan tíma fyrir þarfir hvers sjúklings. Stofan er útbúin fullkomnum tækjum til rannsókna ásamt fullbúinni skurðstofu þar sem framkvæmdar eru allar helstu skurðaðgerðir. Stofan er einnig partur af neyðarvakt dýralækna á höfuðborgarsvæðinu og önnumst við þá alla neyðarþjónustu fyrir öll dýr stór sem smá. Dýralæknar stofunnar hafa áralanga reynslu og þekkingu af umönnun dýra og meðhöndlun sjúkdóma ásamt almennri ráðgjöf um fóðrun og umhirðu smádýra.
Dýralæknastofa Dagfinns
Reykjavík
Dýralæknastofa Dagfinns býður upp á persónulega og notalega þjónustu. Við veitum alhliða þjónustu við öll gæludýr. Við erum staðsett miðsvæðis við eina skemmtilegustu götu borgarinnar Skólavörðustíginn, en þar er alltaf líf og fjör. Á lóðinni við stofuna eru bílastæði fyrir viðskiptamenn. Stofan er lítil og heimilisleg og alltaf heitt kaffi á könnunni. Biðtími er stuttur, því mest allt eru tímapantanir. Stofan er vel tækjum búin. Við höfum nýlega breytt opnunartímanum og höfum opið frá kl 8:30 til 17:00 á virkum dögum.
Dýraspítalinn Í Víðidal Ehf
Reykjavík
Á Dýraspítalanum starfa 6 dýralæknar, Helgi Sigurðsson sérfræðingur í hestasjúkdómum, Katrín Harðardóttir, Lísa Bjarnadóttir og Ólöf Loftsdóttir fagdýralæknar í sjúkdómum hunda og katta, Halldóra Hrund Guðmundsdóttir og Hrund Ýr Óladóttir. Boðið er uppá alla almenna dýralæknaþjónustu fyrir öll dýr en einnig sérhæfðari aðgerðir eins og t.d. skurðaðgerðum á hestum, beinaaðgerðum og rannsóknum ýmiskonar. Spítalinn er vel búinn af tækjum og tólum og hafa dýralæknarnir verið duglegir að sækja sér framhaldsmenntunar á ýmsum sviðum. Má þar nefna tannlækningum, augnlækningum, beinaaðgerðum og fleira.
Dýralækningarstofa Helgu Finnsdóttir
Reykjavík
Hverrar tegundar sem dýrið þitt er, þá bjóðum við ykkur velkomin hingað á stofuna og munum sinna ykkur af alúð og umhyggju. Stofan er mjög vel búin tækjum til margvíslegra rannsókna og aðgerða. Hér eru tæki m.a. til ómskoðunar og röntgenmyndatöku, blóðrannsókna, tannhreinsunar o.fl. o.fl.
Landsbyggðin
Dýraspítalinn Lögmannshlíð
Akureyri
Dýralæknarnir Gestur Páll Júlíusson og Elfa Ágústsdóttir hafa nú sameinað krafta sína í rekstri Dýraspítalans í Lögmannshlíð. Við og okkar frábæra starfsfólk munum kappkosta að veita öllum dýrum og eigendum þeirra góða og persónulega þjónustu í nýuppgerðu og rúmgóðu húsnæði með góðu aðgengi, rýmkuðum opnunartíma og nægum bílastæðum.
Dýralæknaþjónusta Eyjafjarðar
Akureyri
Dýralæknastofan okkar í Kaupangi er opin á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl 16-18,
en á þriðjudögum og föstudögum frá kl. 13-16. Þar erum við með móttöku fyrir gæludýr.
Einnig seljum við valdar tegundir af gæludýrafóðri, sjúkrafóður, o.fl. vörur fyrir dýr.
Dýralæknamiðstöðin á Hellu
Hella
Við á Dýralæknamiðstöðinni á Hellu bjóðum upp á alla almenna þjónustu og ráðgjöf er varðar dýr og dýraheilbrigði, hvort sem er fyrir gæludýr eða búfénað.
Dýralæknastofan er staðsett að Dynskálum 30 á Hellu þar sem einnig er verslun með gæludýravörum og bætiefnum fyrir búfénað. Stofan er opin frá 8-17 alla virka daga og vaktsími opinn á kvöldin og um helgar.
Sími 487-5141
Dýralæknastofa Suðurnesja
Reykjanesbær
Dýralæknastofa Suðurnesja var stofnuð í byrjun árs 2004 og hóf þá starfsemi í litlu húsnæði við Hringbraut í Keflavík. Eftir að hafa búið við frekar þröngan kost í tæp 4 ár flutti stofan á Flugvelli 6 í efri byggðum Keflavíkur og opnaði þar formlega í september 2008. Þá fórum við úr 60 fermetrum í 180 og óhætt er að segja að starfsemin hafi tekið stakkaskiptum við þá breytingu. Haustið 2015 festi stofan kaup á húsnæðinu við Fitjabakka 1B í Njarðvík og flutti þangað í byrjun árs 2016. Húsnæðið er um 160 fm að stærð og var rýmið sérhannað fyrir starfsemina. Þar eru tvö skoðunarherbergi, skurðstofa, tvö dýraherbergi, aðgerðaaðstaða, verslun/biðstofa auk aðstöðu fyrir starfsfólk.
Dýralæknaþjónusta Suðurlands
Ölfus
Við erum einkarekið fyrirtæki með þjónustu fyrir bændur og dýraeigendur
- Dýralæknamóttaka fyrir smádýr
- Spítali fyrir hross og smádýr
- Vitjanir á sveitabæi
- Gæludýraverslun
- Gæðafóður fyrir hunda, ketti og önnur gæludýr
- Bætiefni fyrir hross og búfé
Við höfum opið milli 9 og 17 alla virka daga.
Sími : 482 30 60 (vitjanir, tímapantanir, fyrirspurnir og neyðarþjónusta eftir vinnutíma)
Suðvesturumdæmi
Vaktsími dýralækna S: 530-4888
Opinberar vaktir dýralækna eru frá kl. 17:00 til kl. 08:00 næsta dag - alla virka daga.
Um helgar frá kl. 17:00 á föstudegi til kl. 08:00 á mánudegi.
Eftirfarandi sinna opinberum vöktum:
Dýraspítalinn í Víðidal
Dýralæknirinn í Mosfellsbæ
Dýralæknastofa Reykjavíkur
Sjálfstætt starfandi dýralæknar
Vesturumdæmi
Vaktsími dýralækna:
-
Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppur Símsvari með upplýsingum um símanúmer vakthafandi dýralæknis: 878- 0800
-
Eyja- og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit, Snæfellsbæ og Stykkishólmsbæ: 438-1224
-
Dalabyggð og Reykhólahreppur: 434-1122
-
Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Tálknafjarðarhreppur Vesturbyggð, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og Strandabyggð: 434-1122
-
Kvöldvakt 1. september og helgarvakt 2. – 3. september til kl. 8:00 á mánudag 4. september: 438-1224.
Norðvesturumdæmi
Vaktsími dýralækna:
Stefán Friðriksson S: 822-5488
Höskuldur Jensson S: 453-6865/894-1784
Guðrún Margrét Sigurðardóttir S: 453-8848/894-7558
Ingunn Reynisdóttir S: 451-2830/893-2835
Axel Kárason S: 860-2935
Nánari upplýsingar um vaktir hér
Norðausturumdæmi
Vaktsími dýralækna:
Bakkafjörður, Vopnafjarðarhreppur, Fljótdalshérað, Fljótdalshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður og Fjarðabyggð
Bakvaktir = Næturvaktir eru frá kl 17:00 til kl 08:00 að morgni næsta dags alla virka daga, og frá kl 17:00 á föstudögum til mánudagsmorguns kl 08:00
DAGVAKTIR eru alla virka daga milli kl 08:00 og 17:00. Fyrir öll dýr: Silvia Windmann og Daníel Haraldsson S: 781-8402.
Fyrir gæludýr: Diana Divileková
Nánari upplýsingar um vaktir hér
Breiðdalshreppur, Djúpavogshreppur, Fáskrúðsfjörður og Stöðvarfjörður
Hákon Hansson Breiðdalsvík, vaktsími 475-6648
Sveitarfélagið Hornafjörður
Janine Arens, Höfn í Hornafirði, vaktsími 690-6159
Austurumdæmi
Vaktsími dýralækna:
Vaktsími dýralækna: 661-9112, 482-3060 og 487-5141